Um

Velkomin/n á vefsíðuna mína! [Welcome to my website]

Ég er dósent við Háskólann á Akureyri og fræðasvið mitt í rannsóknum er háskólanám, háskólakennsla og gæðamál háskóla. Þessari vefsíðu er fyrst og fremst ætlað að halda utan um náms- og starfsferilinn, helstu skrif mín á fræðasviðinu sem og erindi sem ég hef haldið á ráðstefnum og víðar.

Ég bý ásamt lífsförunautnum á Akureyri. Við eigum tvær dætur sem báðar eru flognar úr hreiðrinu, sú eldri er lyfjafræðingur og býr og starfar í Reykjavík en sú yngri býr í New York og stundar meistaranám í kvikmyndaleikstjórn við New York University. Skásonurinn, hálfbróðir þeirra, býr og starfar í höfuðborginni sem safnvörður.

En hver er konan þess utan? Áhugasvið mín liggja víða. Ég er óforbetranlegur fréttafíkill, held með Liverpool í enska boltanum og Barcelona í þeim spænska, er nánast alæta á tónlist, mikil kvikmyndaáhugamanneskja, hef gaman af að elda og set oft upp það sem fólkið mitt kallar „Tilraunaeldhús Önnu“. Auk þess er ég nýtekin upp á því að mála með olíulitum sem er einstaklega nærandi og skemmtileg iðja. Því miður finnast ekki margar stundir í sólarhringnum til að sinna því áhugamáli en eins og einhver sagði: Minn tími mun koma!

[I am an Associate Professor at the University of Akureyri and my specialisation in teaching and research is in the field of Higher Education, i.e HE learning, HE teaching and quality aspects of HE. This website is primarily designed to keep track of my CV, my major writings in the field, presentations at conferences and elsewhere.

I live together with my partner in Akureyri. We have two grown-up daughters, the older one is a pharmacist and lives and works in Reykjavík, the younger one lives in New York, studying for a master’s degree in film directing at New York University. Their half-brother lives and works in the capital as a curator.

My interests lie in many fields. I don´t want to miss any news on the radio or TV, I´m a Liverpool and Barcelona FC fan, I listen to almost every genre of music and love watching a good movie. I also love to cook and at home I often set up what my people call “Anna´s Experimental Kitchen”. In addition, I recently started a new hobby, oil painting, which I find a very enjoying thing to do. Unfortunately though, I don´t find much time to paint, but as someone once said: My time will come!]